9.12.2008 | 09:06
Ekki langt í að við sjáum svona mótmæli á Ísland!
Ég yrði ekki hissa ef við ættum eftir að upplifa svona mótmæli á næstu mánuðum. Þögul mótmæli eru því miður ekki að hafa áhrif á spillta stjónmálamenn.
Ingibjörg og Geir glotta þegar þau koma með yfirlýsingar um hvenig þau ætla áð láta almenning borga glæfraskuldir Landsbannkans. Bankans sem Sjálfstæðismenn og Framsókn gáfu svo eftirminnilega Björgólfs feðgum.
Seðlabankastjóri situr sem fastast þrátt fyrir þá ábyrgð sem hann ber sem slíkur og sem forustumaður þeirrar stjórnar sem gaf ríkisbankana. Gaf hvótan á fiskimiðin til auðmanna.
Bankakreppan er því aðeins viðbót við þá kreppu sem sjávarþorpin hafaí raun búið við síðastliðin 10 ár.
Núna segjast stjórnmálamenn þurfa vinnufrið til að koma hlutunum í lag. Hvað meina þeir? Hvað ætla þeir að gera? við höfum ekki fengið nein svör við því. Einu svörin sem við höfum fengið eru björgunarpakkar fyrir einstaklinga í mörgum liðum. En ég hef ekki séð að neitt af þeim pakka sé farið að virka fyrir heimilin í landinu. Svo er það björgunarpakkinn fyirr fyrirtæki! Ekki get ég séð að neitt sem þar stendur sé fast í hendi. Yfirstjórn bankanna á að ráða hvaða fyrirtæki lifa og hvaða fyrirtæki eru látin deyja.
Góðir Íslendingar ég vona að þið vaknið upp og látið í ykkur heyra.
Látið ekki raddir þeirra sem vilja sofa á meðan sitjandi ríkisstjórn og seðlabankinn láta okkur öll sigla að feigðar ósi. Nærtækasta dæmið er frétt um Bakkabræður Lýð og Ágúst ! Þeir eru að kaupa upp öll hlutbréf Exista fyrir slikk.
Við viljum fá ríkisstjórn sem þorir að taka á málunum. Ríkisstjórn sem stendur vörð um hagsmuni alls almennings. Ekki bara velvaldra vildarvina.
Við viljum kosningar strax áður en ríkistjórnin klúðrar endanlega framtíð okkar og selur burt þær auðlindir sem við enn eigum sem þjóð. Áður en gefin verður kvóti á orkuna og olíuna. Áður en erlendum auðmönnum verður gefin ókeypis aðgangur að orkunýtingu.
Burt með hið raunverulega hiski! Seðlabankastjórana, Ríkisstjórnina og Bankastjóra ríkisbankanna.
Við viljum líðræði.
Tugir handteknir í óeirðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.