Flott tímasetning !

Þetta er akkúrat það sem Íslendingar þurfa núna.

Ráðumst gegn íslenskum fyrirtækum og rífum þau á hol. Setjum þau í þrot og stuðlum að því að fleiri missi vinnuna.

Ég skil ekki þetta rugl! td varðandi Minna mál Ágústu Johnsen. Hélt einhver að það væri verið að rækta korn á Íslandi? vinna það og síðan baka úr  því? Hahahaha.

Ora! hélt einhver að það væri verið að rækta grænar baunir á Íslandi??? hahahahaha.

Í sambandi við aðrar Íslenskar vörur. Hélt einhver að allt hráefni sem notað er í íslenska framleiðslu væri einnig íslenskt. 66% Norður, Cintamani , Hexa og fl. í Textíl. Plastprent í plastinu, Ora í matvælum. Þessi fyrirtæki nota flest erlent hráefni og framleiða að hluta erlendis.

Það þýðir samt ekki að þetta séu ekki Íslensk framleiðslufyrirtæki sem veita Íslendingum atvinnu

Hvað er fólk annars tilbúið að borga fyrir alíslenska vöru?  Td ef húfa sem seld er núna fyrir um 5000 kr í 66% Norður. Hönnunin er íslensk,ullin er líklega erlend flutt til Kína og húfan framledd þar. Kostar út úr búð á Íslandi 5000 kr. Þegar búið er að leggja kostnað við markaðssetningu ofaná framleiðsluverðið.

Ég giska á að ein húfa frá 66% norður gæti kostað á bilinu 12 - 15 þúsund kr ef hráefnið og framleiðslan væri alíslenskt.

Eruð þið tilbúin að borga slíkt verð fyrir eina húfu.

 


mbl.is Brutu lög með upplýsingum á grænmetisumbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Ég tel fulla ástæðu til þessara aðgerða.  Af hverju merkja þeir erlenda vöru sem Íslenska.  Það er ekki verið að rífa neinn á hol heldur verið að biðja þá að ljúga ekki og eða falsa upplýsingar.  Ég stóð í þeirri meiningu að þetta væri Íslensk vara.

Hvað sjáum við næst?  Erlent kindakjöt auglýst sem Íslenskt eðallamb? Með þínum rökum þá er allt leyfilegt í þessum efnum. 

Upprunaland vöru á alltaf að koma skýrt fram!  Hvað er svona erfitt við það, hví þessi feluleikur og fals?

Sigurður Sigurðarson, 23.2.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ef vara er auglýst sem Íslensk, þá þarf hún að vera það. Á pakkanum stendur Íslenskt grænmeti. Þeir eiga bara að breyta pakkningunum og bara segja eins og er og hætta þessu málþófi.Neytendasamtökin hafa í nóg önnur horn að líta, enda þjóðfélagið uppfullt af svona smálygi.

Ég myndi vija vita nákvæmlega hvaðan grænmetið kemur og þá sérstaklega hvaða efnum se bætt í blönduna til að viðhalda ferskleika og hvaða efni eru sett í ræktunina. 

Það er ekki það sama grænar baunir og grænar baunir.  Svo lætur fólk nú blekkjast af því sem ekki er íslenskt og því sem er innflutt. Meira að segja halda sumir því fram að til sé "Íslenskt" rapp(!)

Ólafur Þórðarson, 23.2.2009 kl. 16:47

3 identicon

Þú kemur nú frekar fáklædd til dyranna í þessu máli Hanna.

Grænmeti er ræktað á Íslandi, það er óumdeilanleg staðreynd og því engin ástæða til að una innflytjanda það að selja vörur með tvískinnungshætti, ég hef meðal annars keypt umrædda vöru og tald að um íslenska vöru væri að ræða.

Korn er líka ræktað á Íslandi og það í miklu magni s.s. Bygg, Hafrar og hveiti, tek þetta til þar sem þú vísar í málið gegn Ágústu Johnson.

Rétt skal vera rétt!

Kjartan Lorange (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 17:25

4 identicon

Ég kaupi ekki grænmeti nema að ég geti treyst því að það sé íslenskt. Ástandið í umhverfismálum er orðið svo alvarlegt að ég vil ekki hafa það á samviskunni að hafa keypt vöru frá framleiðanda sem dreifir skordýraeitri út í andrúmsloftið.

Ástandið á Íslandi er líka það alvarlegt að ég vil geta treyst því að eiga ekki viðskipti við þá sem ljúga.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband