8.7.2009 | 12:43
Eftirfylgni er mikilvæg
Það er jákvætt að Ríkið skuli loksins vera búið að átta sig á því að styrkir til nýsköpunar borga sig. Það er hinsvegar langt í land ennþá með að peningunum sé rétt varið.
Hingað til hefur smástyrkjum verið úthlutað til sprotafyrirtækja. Þessir styrkir duga til að fleyta verkefnunum áfram og fylla frumkvöðlana af jákvæðri orku til að halda áfram. En þegar Fyrirtækin eru komin á það stig að þurfa að stækka úr því að vera hugmynd og nýsprotar þá eru þau skilin eftir og þeirra bíður oftar en ekki gjaldþrot. ( þau seru skilin eftir úti í miðri á )
Hér vantar sjóð sem setur hlutafé í fyrirtæki sem eru stutt komin. Oft vantar aðeins herslumuninn hjá sprotafyrirtækjum til að þau geti skapað fjölda starfa og jafnvel ágætis gjaldeyristekjur.
Mín skoðun er sú að ef á annaðborð sproti er styrktur með smástyrkjum þá eigi hann að eiga möguleika á að fá fjármagn til að klára dæmið. ( annað er að mínu mati sýndarleikur stjórnmálamanna)
Nú mundu margir segja "jú það er nú til sjlóður sem heitir Frumtak sem setur fjármagn í slík verkefni." En ef betur er að gáð þá er Frumtak ekki að fjármagna verkefni sem velta ákveðið mörgum milljónum ( 50 - 200 )á ári giska ég á. Þetta þýðir að það myndast gap á milli styrkja frá Ríkinu og síðan fjárfestinga til að koma fyrirtækinu alla leið.
Þetta þýðir síðan að því fé sem varið er í styrkveitingar til nýsköpunar er sóað í fyrirtæki sem eru dæmd til að fara í gjaldþrot á ákveðnum tímapunkti. Þar sem ekki fæst fjarmagn til að klára dæmið. Fjárfestar eins og td. Auður Capital fjárfesta ekki í fyrirtækjum sem velta minna en 200 milljónum á ári. Það sama á við um flesta aðra fjárfestingasjóði sem ekki eru tengdir Ríkinu.
Það vill svo til að nýsköpunarhugmyndir í ákveðnum geyrum þykja mun merkilegri en aðrar. Td þykja öll verkefni sem eru tengd Háskólanum og þá helst tæknigeiranum, merkilegri en þau sem eru tengd hönnun eða umönnun. Ég veit ekki hvort það er út af þessum karl og kvenlegu fyrirtækjum eða hvort það er eitthvað annað sem lyggur að baki.
Þetta eru nú bara mínar hugleiingar um hvort við þurfum ekki að vanda okkur þegar fé er úthlutað. Kannski væri betra núna á Krepputímum að fjárfesta í að koma þeim fjölmörgu sprotafyrirtækum sem hafa starfað í 10 - 15 ár og eru komin á vaxtarskeyð til manns. Þessi fyrirtæki gætu skapað 3 - 10 störf hvert og það þarf ekki að margfalda með hárri tölu til að fá út 100 störf. Þessi fyrirtæki gætu síðan borgað til samfélagsins í formi skatta og gjaldeyristekna.
Góðar stundir.
Styrkir skiluðu árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.