16.5.2008 | 09:53
Ég er ekki að kaupa þetta.
Það geta ýmsir aðrir þættir en brjóstamjólk spilað inní. Ekkert talað um í þessari grein hverskonar fæðu börnin í Hvíta Rússlandi fá með brjóstagjöf eða hverskonar fæðu móðirin neytir fá meðgöngu. Nýlega las ég um rannsókn sem sýndi framá að fæða móður á meðgöngu barns getur haft mikl áhrif á greind barnsins. Mæður sem neyta fisks einu sinni í viku eða oftar eiga að tryggja greind barna sinna.
Margar rannsóknir hafa leitt líkur að því að börn sem eru feit fyrir eins árs aldur verði greindari en þau sem ekki eru feit. Börn sem eru á brjósti eru oft feitari en þau sem ekki eru á brjósti. Einnig hefur verið sýnt fram á að börn sem neyta lýsis daglega frá 6 mánaða aldri verði greindari. Þannig að ég tek því með fyrirvara að brjóstamjólkin ein hafi þessi afgerandi áhrif á greind fólks.
Lengri brjóstagjöf eykur greind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo er líklegra að gáfaðar mæður sjái kosti brjóstagjafar umfram þurrmjólk og hafi börnin lengur á brjósti vegna þess hve brjóstamjólkin er góð og því séu börn gáfaðra mæðra líklegri til að vera lengur á brjósti - en gáfurnar eru í raun erfðar frá móður og koma matnum ekkert við.
Marilyn, 16.5.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.